05.09.2006
Breytingar hafa orðið á starfsemi Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) samfara skipulagsbreytingum hjá Háskólanum á
Akureyri. Breytingar þessar hjá RHA tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn. Samfara þessum breytingum hefur nafn stofnunarinnar breyst og
heitir hún nú RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.
05.09.2006
Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans
á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.
23.06.2006
Sú frétt var að berast frá skipuleggjendum 10. árlegu NSN-ráðstefnunnar sem halda átti á Jótlandi í haust að fresta
þyrfti ráðstefnunni til ársloka. Nánari tilkynningar verða sendar út strax og þær berast. Á
heimasíðu ráðstefnunnar má fylgjast með framgangi á skipulagningu hennar.
06.06.2006
Fyrir nokkru var lögð lokahönd á rannsóknaskýrslu verkefnisins Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir (e. Sports, Media and
Stereotype - Women and Men in Sports Media, skammstafað SMS). Höfundar skýrslunnar eru Kjartan Ólafsson (ritstjóri), Auður Magndís Leiknisdóttir,
Birgir Guðmundsson, Gerd von der Lippe, Guðmundur Ævar Oddsson, Margarita Jankauskaité, Martina Handler og Mirella Pasini.
24.05.2006
Nýlokið er samnorrænu verkefni um afkomu fólks á vinnumörkuðum sem einkennast af landfræðilegum hindrunum (How to Make a Living in Insular Areas -
Six Nordic Cases). Þau svæði sem tekin voru fyrir í rannsókninni voru Álandseyjar, Borgundarhólmur, Eyjafjörður, Gotland í
Svíþjóð, Kainuu-hérað í Finnlandi og Ullstein-hérað í Noregi.
18.05.2006
Tveir styrkir féllu í hlut starfsmanna RHA við úthlutun úr Háskólasjóði KEA fyrir árið 2006. Við útlutun er almennt
horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð
tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar
félagssvæðisins.
27.04.2006
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) hefur gert þjónustusamning við IMG Gallup um framkvæmd rannsókna. Samningurinn felur
í sér að IMG Gallup sér um gagnaöflun í magnmælingum þeirra verkefna RHA sem þess krefjast.
24.04.2006
Föstudaginn 28. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna á Akureyri undir
yfirskriftinni „ Breytingar á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga: Hvað veldur?“ Ráðstefnan er á vegum Akureyrarbæjar,
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Lýðheilsustöðvar.
04.04.2006
Skýrsla um þjóðhagslega arðsemi þess að stytta núverandi Þjóðveg 1 í Húnaþingi hefur verið gerð
opinber. Skýrsluna vann Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur hjá RHA.
04.04.2006
Mánudaginn 10. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna um vísindagarða á Hótel KEA á Akureyri.