Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar
Út er komin skýrslan ,,Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar, fjórir
mögulegir staðir" sem var unnin á RHA.
Nokkuð hefur verið rætt um opnun Íshafsins fyrir siglingar og hvaða áhrif það muni hafa fyrir Ísland. Utanríkisráðuneytið
gaf til að mynda út skýrsluna ,,Fyrir stafni haf" um málefnið.
Einnig var haldin vegleg ráðstefna á Íslandi um málið í mars árið 2007. Finna má alla fyrirlestrana á
vefslóðinni
http://arcticportal.org/webcast/recorded-webcasting/archived-webcasts/conferences/breaking-the-ice
Í þessari skýrslu er farið lengra í pælingum um umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar. Fjórir staðir eru skoðaðir í þeim efnum: Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður. Ekki var ætlunin að kveða upp dóm hver staðanna væri bestur heldur reyna að varpa ljósi á kosti þeirra og galla.
Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur á RHA vann skýrsluna. Rannsóknin var styrkt af utanríkisráðuneytinu.