Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar

Út er komin skýrslan ,,Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar, fjórir mögulegir staðir" sem var unnin á RHA.
Nokkuð hefur verið rætt um opnun Íshafsins fyrir siglingar og hvaða áhrif það muni hafa fyrir Ísland.  Utanríkisráðuneytið gaf til að mynda út skýrsluna ,,Fyrir stafni haf" um málefnið. 

 

Einnig var haldin vegleg ráðstefna á Íslandi um málið í mars árið 2007.  Finna má alla fyrirlestrana á vefslóðinni
http://arcticportal.org/webcast/recorded-webcasting/archived-webcasts/conferences/breaking-the-ice

 

Í þessari skýrslu er farið lengra í pælingum um umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar.  Fjórir staðir eru skoðaðir í þeim efnum:  Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður.  Ekki var ætlunin að kveða upp dóm hver staðanna væri bestur heldur reyna að varpa ljósi á kosti þeirra og galla.

 

Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur á RHA vann skýrsluna.  Rannsóknin var styrkt af utanríkisráðuneytinu.

Lokaráðstefna Social Return verkefnisins

Lokaráðstefna verkefnisins Social Return verður haldin á Hótel Loftleiðum Reykjavík, föstudaginn 28. september. Sjá frétt um verkefnið hér á vef RHA 23. ágúst sl.

Dagskrá ráðstefnunnar er hér. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram í tölvupósti til soffia@simey.is

Kynning á Rannsóknasjóði og Tækjasjóði Rannís

Föstudaginn 7. september verður kynning á Rannsóknasjóði og Tækjasjóði Rannís hér hjá Háskólanum á Akureyri.

Kynningarfundurinn fer fram í stofu R311 á Borgum kl. 13.15-15.15. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér.

Sérfræðingar í rannsóknum og akademískir starfsmenn eru hvattir til að skrá sig á fundinn hjá rannis@rannis.is



Breytingar í starfsmannahópi RHA

Björk Sigurgeirsdóttir hefur látið af störfum hjá RHA til að taka við starfi verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Austurlands á Egilsstöðum. Við þökkum Björk ánægjulegt samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

 

Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur hóf störf hjá RHA í júli síðastliðnum og mun starfa hjá RHA við ýmis verkefni tengd sinni sérgrein, samhliða kennslu við Félagsvísinda og lagadeild HA.  Netfang Tryggva er trhall@unak.is og símanúmer. 460-8916

 

Lára Guðmundsdóttir, B.S. í umhverfisfræði, hóf störf hjá RHA 1. september. Hún mun starfa að ýmsum verkefnum innan RHA, m.a. aðstoð við rannsóknaverkefni og ýmis önnur sérverkefni. Netfang Láru er laragudmunds@unak.is og símanúmer. 460-8908

 

Þórunn Guðlaugsdóttir, B.S. í líftækni, hóf störf hjá RHA 1. september síðastliðinn. Mun hún starfa að ýmsum verkefnum sem tengjast matvælum meðal annars með tilliti til neyslu og hollustu þeirra.  Netfang Þórunnar er thorunng@unak.is og símanúmer. 460-8917

 


Við bjóðum þau Tryggva, Láru og Þórunni velkomin til starfa hjá RHA.