Skíðaferðir til Akureyrar

Í desember kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.

 

Guðmundur og Erla láta af störfum

Frá og með áramótum hafa Erla Þrándardóttir og Guðmundur Ævar Oddsson látið af störfum hjá RHA.

Publication on the “Peripheral localities and innovation policies” (PLIP) project

The Icelandic Emigration Center in Hofsós was uses as an example of a successful innovation project in .

 

 

Ný rannsóknaskýrsla um verkefnið Peripheral localities and innovation policies (PLIP)

Út er komin rannsóknaskýrslan „Peripheral localities and innovation policies: Learning from good practices between the Nordic countries“ á vegum Nordic Innovation Centre. Þrír starfsmenn RHA, Elín Aradóttir (nú starfsmaður Impru), Guðmundur Ævar Oddsson og Hjalti Jóhannesson tóku þátt í þessu rannsóknarverkefni.

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.

Breytingar á yfirstjórn RHA

Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA.

Jarðgöng til Bolungarvíkur - Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum

Út er komin skýrslan ,,Jarðgöng til Bolungarvíkur – Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum”.

Ísland í þjóðleið

Út er komið ritið „Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands“. Ritið inniheldur ágrip af erindum frá málþinginu „Ísland í þjóðleið“ sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í byrjun síðastliðins sumars þar sem fjallað var um möguleika til að byggja upp hérlendis
umskipunarhafnir til að þjónusta norðurheimskautssiglingar.

Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

Safnrit um atvinnu- og byggðaþróun

Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum  RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.