Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan

Tíunda árvissa NSN-ráðstefnan verður haldin í Brandbjerg háskólanum í Jelling í nágrenni Vejle í Danmörku dagana 8. til 10. mars næstkomandi. Þema ráðstefnunnar er eftirfarandi: Nýsköpunarkerfi og dreifbýli: Staðbundið atvinnulíf og nýir atvinnuvegir, lærdómur og nám og loks, náttúran og landslag.

Breytingar á yfirstjórn RHA

Um næstu áramót verða breytingar á yfirstjórn RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Ögmundur Knútsson sem hefur tímabundið gegnt starfi forstöðumanns mun hverfa til starfa við Viðskipta- og raunvísindadeild HA og við starfi forstöðumanns í hans stað tekur Jón Ingi Benediktsson sem er nú forstöðumaður Matvælaseturs HA.

Jarðgöng til Bolungarvíkur - Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum

Út er komin skýrslan ,,Jarðgöng til Bolungarvíkur – Mat á arðsemi og samfélagsáhrifum”.

Ísland í þjóðleið

Út er komið ritið „Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands“. Ritið inniheldur ágrip af erindum frá málþinginu „Ísland í þjóðleið“ sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í byrjun síðastliðins sumars þar sem fjallað var um möguleika til að byggja upp hérlendis
umskipunarhafnir til að þjónusta norðurheimskautssiglingar.

Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

Safnrit um atvinnu- og byggðaþróun

Safnrit er geymir níu greinar er varða atvinnu- og byggðaþróun er komið út á vegum  RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri Ritið geymir greinar eftir höfunda frá sjö þjóðlöndum. Meðal umfjöllunarefna eru matartengd ferðaþjónusta í Skotlandi, hlutverk héraðsfréttablaða á Íslandi, samvinna þróunarstofnana og háskóla í Norður-Svíþjóð og orkuframleiðsluverkefni í sveitum Írlands, svo eitthvað sé nefnt.

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri

Breytingar hafa orðið á starfsemi Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) samfara skipulagsbreytingum hjá Háskólanum á Akureyri.  Breytingar þessar hjá RHA tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn.  Samfara þessum breytingum hefur nafn stofnunarinnar breyst og heitir hún nú RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði

Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.

Frestun á 10. NSN ráðstefnunni

Sú frétt var að berast frá skipuleggjendum 10. árlegu NSN-ráðstefnunnar sem halda átti á Jótlandi í haust að fresta þyrfti ráðstefnunni til ársloka. Nánari tilkynningar verða sendar út strax og þær berast. Á heimasíðu ráðstefnunnar má fylgjast með framgangi á skipulagningu hennar.

Lokaskýrsla SMS-verkefnisins

Fyrir nokkru var lögð lokahönd á rannsóknaskýrslu verkefnisins Íþróttir, fjölmiðlar og staðalímyndir (e. Sports, Media and Stereotype - Women and Men in Sports Media, skammstafað SMS). Höfundar skýrslunnar eru Kjartan Ólafsson (ritstjóri), Auður Magndís Leiknisdóttir, Birgir Guðmundsson, Gerd von der Lippe, Guðmundur Ævar Oddsson, Margarita Jankauskaité, Martina Handler og Mirella Pasini.