Jafnlaunagreining fyrir Akureyrarbæ.
Kannanir opinberu háskólanna.
Hluti af viðhorfskönnunum sem fara reglulega fram meðal núverandi og útskrifaðra nemenda við opinberu háskólana.
Vatnsdalsvirkjun í Vatnsfirði.
Verkefnið snýst um að meta brýna samfélagslega hagsmuni og tiltekin skilyrði á sviði náttúruverndar sem tengjast umsókn Orkubús Vestfjarða um að breyta friðlýsingarskilmálum Friðlandsins í Vatnsfirði svo að þar megi reisa vatnsorkuver, sbr. ákvæði 44. gr. laga um náttúruvernd. Verkefni unnið fyrir og að beiðni umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytisins.
Inngilding í íslensku háskólasamfélagi.
Opinberu háskólarnir hafa sameinast í verkefni um inngildingu í íslensku háskólasamfélagi. Verkefnið er til tveggja ára og er ætlunin að þróa leiðir til að stuðla að aukinni inngildingu í háskólasamfélaginu, fjölga innflytjendum í háskólanámi og sporna við brottfalli þeirra.
Skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins.
Verkefnið felst í því að RHA vinnur samantekt fyrir heilbrigðisráðuneytið um stöðu á fyrirkomulaginu um skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum í nágrannalöndunum. Verkefnið hefst í desember 2024 og lýkur í mars 2025.
HA og samfélagið.
Verkefnið er unnið fyrir rektor Háskólans á Akureyri og varðar að kortleggja ýmis samfélagsleg áhrif Háskólans á Akureyri. Áhersla er á nærsvæði háskólans en einnig áhrif í víðara samhengi. Verklok áætluð í janúar 2025.
Enhancing labour opportunities for Ukrainian women in rural Nordic communities.
Í verkefninu rannsakar RHA hvernig konum sem flúðu Úkraínu eftir innrás Rússa til Norðurlandanna hefur vegnað á norrænum vinnumarkaði. Rýnihópar verða framkvæmdir og viðtöl tekin við úkraínskar konur og lykilaðila sem vinna með flóttamönnum til að kanna stuðning og hindranir við vinnumarkaðsþáttöku. Einnig verður kannað hvort draga megi lærdóm af upplifun þessa fólks af norrænum vinnumörkuðum til að styðja betur við atvinnuþátttöku annarra flóttamannahópa. Samstarfsverkefni með Dalarna háskóla í Svíþjóð og Inland Norway University of Applied Sciences. Verkefninu lýkur haustið 2026.
Holtavörðuheiðarlína 3 - Áhrif á ferðaþjónustu og útivist.
Um þessar mundir vinnur RHA fyrir Landsnet að verkefni sem felst í að meta helstu áhrif Holtavörðuheiðarlínu 3 á ferðaþjónustu og útivist sem hluta af mati á umhverfisáhrifum línulagnarinnar.
Verkefni fyrir verkefnisstjórn fimmta áfanga rammaáætlunar.
Verkefnin tengjast skoðun á áhrifum átta vindorkukosta, fjögurra vatnsorkukosta og eins jarðvarmakosts á nærsamfélög þeirra.
Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu.
Verkefnið felst í að framkvæma símakönnun fyrir Rannsóknamiðstöð ferðamála (verkkaupi) um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu á árinu 2023.
Verkefni í þágu Háskólans á Akureyri.
Á hverjum tíma er RHA þátttakandi í ýmsum smærri verkefnum fyrir hönd Háskólans á Akureyri, s.s. á sviði byggðaþróunar og norðurslóðamála. Þá sinnir RHA umsýslu rannsóknasjóða og nefnda á sviði rannsókna fyrir HA.
Þjónusta við starfsmenn Háskólans á Akureyri.
Sérfræðingar RHA sinna reglubundið aðstoð við akademíska starfsmenn Háskólans á Akureyri í tengslum við skipulagningu rannsókna og umsóknir um rannsóknastyrki auk sérfræðiaðstoðar við gagnaöflun og greiningu rannsóknagagna. Þá sinnir RHA aðstoð við framkvæmd og skipulagningu ráðstefna sem haldnar eru innan HA, oftast í samstarfi akademíska starfsmenn háskólans.