Jafnlaunagreining fyrir Akureyrarbæ.
Kannanir opinberu háskólanna.
Hluti af viðhorfskönnunum sem fara reglulega fram meðal núverandi og útskrifaðra nemenda við opinberu háskólana.
Óstaðbundin störf: Hvernig er reynslan?
Verkefnið felur í sér viðtöl við starfsfólk í óstaðbundnum störfum hjá hinu opinbera sem og viðtöl við mannauðsstjóra/forstöðufólk með óstaðbundið starfsfólk í vinnu til að kanna reynsluna af óstaðbundnum störfum. Niðurstöður viðtala og rýnihóps verða teknar saman í þeim tilgangi að öðlast betri innsýn í reynsluna af óstaðbundnum störfum og hvað megi betur fara til að byggðaaðgerðin óstaðbundin störf nýtist á sem farsælastan hátt. Verkefnið er styrkt af Byggðarannsóknasjóði.
Verkefni fyrir verkefnisstjórn fimmta áfanga rammaáætlunar.
Verkefnin tengjast skoðun á áhrifum átta vindorkukosta, fjögurra vatnsorkukosta og eins jarðvarmakosts á nærsamfélög þeirra.
Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu.
Verkefnið felst í að framkvæma símakönnun fyrir Rannsóknamiðstöð ferðamála (verkkaupi) um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu á árinu 2023.
Holtavörðuheiðarlína 3 - Áhrif á ferðaþjónustu og útivist.
Um þessar mundir vinnur RHA fyrir Landsnet að verkefni sem felst í að meta helstu áhrif Holtavörðuheiðarlínu 3 á ferðaþjónustu og útivist sem hluta af mati á umhverfisáhrifum línulagnarinnar.
Electric aviation and the effects on the Nordic regions.
Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu Electric aviation and the effects on the Nordic regions sem greinir áhrif rafflugs á svæðisbundna þróun á Norðurlöndum. Verkefnið hófst í maí 2022 og er áætlað að því ljúki í desember 2024.
Verkefni í þágu Háskólans á Akureyri.
Á hverjum tíma er RHA þátttakandi í ýmsum smærri verkefnum fyrir hönd Háskólans á Akureyri, s.s. á sviði byggðaþróunar og norðurslóðamála. Þá sinnir RHA umsýslu rannsóknasjóða og nefnda á sviði rannsókna fyrir HA.
Þjónusta við starfsmenn Háskólans á Akureyri.
Sérfræðingar RHA sinna reglubundið aðstoð við akademíska starfsmenn Háskólans á Akureyri í tengslum við skipulagningu rannsókna og umsóknir um rannsóknastyrki auk sérfræðiaðstoðar við gagnaöflun og greiningu rannsóknagagna. Þá sinnir RHA aðstoð við framkvæmd og skipulagningu ráðstefna sem haldnar eru innan HA, oftast í samstarfi akademíska starfsmenn háskólans.