Helstu yfirstandandi verkefni

Jafnlaunagreining fyrir Akureyrarbæ.

Kannanir opinberu háskólanna.

Hluti af viðhorfskönnunum sem fara reglulega fram meðal núverandi og útskrifaðra nemenda við opinberu háskólana.

Óstaðbundin störf: Hvernig er reynslan?

Verkefnið felur í sér viðtöl við starfsfólk í óstaðbundnum störfum hjá hinu opinbera sem og viðtöl við mannauðsstjóra/forstöðufólk með óstaðbundið starfsfólk í vinnu til að kanna reynsluna af óstaðbundnum störfum. Niðurstöður viðtala og rýnihóps verða teknar saman í þeim tilgangi að öðlast betri innsýn í reynsluna af óstaðbundnum störfum og hvað megi betur fara til að byggðaaðgerðin óstaðbundin störf nýtist á sem farsælastan hátt. Verkefnið er styrkt af Byggðarannsóknasjóði.

Verkefni fyrir verkefnisstjórn fimmta áfanga rammaáætlunar.

Verkefnin tengjast skoðun á áhrifum átta vindorkukosta, fjögurra vatnsorkukosta og eins jarðvarmakosts á nærsamfélög þeirra.

Viðhorf Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu.

Verkefnið felst í að framkvæma símakönnun fyrir Rannsóknamiðstöð ferðamála (verkkaupi) um viðhorf Íslendinga til ferðamanna og ferðaþjónustu á árinu 2023.

Holtavörðuheiðarlína 3 - Áhrif á ferðaþjónustu og útivist.

Um þessar mundir vinnur RHA fyrir Landsnet að verkefni sem felst í að meta helstu áhrif Holtavörðuheiðarlínu 3 á ferðaþjónustu og útivist sem hluta af mati á umhverfisáhrifum línulagnarinnar.

Sustainable remote Nordic labour markets (SUNREM).
Við eigum um þessar mundir í norrænu rannsóknarsamstarfi sem leitt er af Nordregio í verkefninu Sustainable remote Nordic labour markets (SUNREM). Verkefnið snýr að því að rannsaka líklega framtíðarþróun vinnumarkaða á dreifbýlli svæðum Norðurlandanna. Áætlað er að verkefnið muni standa yfir frá árinu 2023 til ársins 2027.
 
Working class women.
RHA starfar með rannsóknarhóp innan HA og HÍ. Rannsóknin miðar að því að skoða stöðu íslenskra kvenna og þá sérstaklega láglaunkvenna. Rannsaka áhrif þess á líkamlega og andlega heilsu. Í fyrsta hluta var símakönnun lögð fyrir úrtak úr þjóðskrá og Eflingu. Í öðrum hluta eru tekin viðtöl við konur í láglaunastörfum. Fyrri hluta er lokið og seinni hluti hefst fljótlega.
 

Electric aviation and the effects on the Nordic regions.

Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu Electric aviation and the effects on the Nordic regions sem greinir áhrif rafflugs á svæðisbundna þróun á Norðurlöndum. Verkefnið hófst í maí 2022 og er áætlað að því ljúki í desember 2024.

Verkefni í þágu Háskólans á Akureyri.

Á hverjum tíma er RHA þátttakandi í ýmsum smærri verkefnum fyrir hönd Háskólans á Akureyri, s.s. á sviði byggðaþróunar og norðurslóðamála. Þá sinnir RHA umsýslu rannsóknasjóða og nefnda á sviði rannsókna fyrir HA.

Þjónusta við starfsmenn Háskólans á Akureyri.

Sérfræðingar RHA sinna reglubundið aðstoð við akademíska starfsmenn Háskólans á Akureyri í tengslum við skipulagningu rannsókna og umsóknir um rannsóknastyrki auk sérfræðiaðstoðar við gagnaöflun og greiningu rannsóknagagna. Þá sinnir RHA aðstoð við framkvæmd og skipulagningu ráðstefna sem haldnar eru innan HA, oftast í samstarfi akademíska starfsmenn háskólans.