Ný stjórn RHA

Á dögunum skipaði háskólaráð Háskólans á Akureyri nýja stjórn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri (RHA). Svanfríður Jónasdóttir fv. alþingismaður er nýr formaður stjórnar.

Framtíðin ber mergt í skauti sér...

Eða hvað...?

Ráðstefnuerindi aðgengileg á Vefnum

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) stóð fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september. Á ráðstefnunni fluttu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, erindi eða kynningar á öðru formi. Ráðstefna þessi var haldin í samvinnu við félagsskap er nefnist the Nordic-Scottish university network for rural and regional development, en HA á aðild að þeim félagsskap.

Sérfræðingur við rannsóknir og ráðgjafarstörf

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknastofnun sem vaxið hefur mikið á undanförnum árum. Stofnunin fæst einkum við rannsóknir á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna afleysinga er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafarstarfa í fullt starf. Ráðningin er til eins árs en með möguleika á framlengingu ef verkefnastaða leyfir. Nauðsynlegt er að sá einstaklingur sem ráðinn verður hafi reynslu af þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og hafi gott vald á erlendum
tungumálun (ensku og/eða skandinavísku). Þá er nauðsynlegt að umsækjendur hafi góð tök á megindlegri aðferðafræði og reynslu af tölfræðilegum greiningum. Æskileg er reynsla við notkun á SPSS forritinu. Fyrst og fremst er leitað að starfskrafti með meistara- eða doktorspróf í stjórnmálafræði, félagsfræði, hagfræði eða landfræði, fleiri fræðasvið koma einnig til greina.

Gildi og gagnsemi náms í HA

Út er komin skýrslan Gildi og gagnsemi náms í HA. Um er að ræða skýrslu sem Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri vann fyrir Háskólann á Akureyri (HA) en höfundur hennar er Hjördís Sigursteinsdóttir.
Skýrslan greinir frá niðurstöðum viðhorfskönnunar sem framkvæmd var meðal brautskráðra nemenda frá HA á árunum 1989 til 2003. Skýrslunni er ætlað að draga upp heildstæða mynd af viðhorfi nemenda til gildis og gagnsemi náms við HA.

Skýrslur um áhrif og afleiðingar sameiningar sjö sveitarfélaga aðgengilegar á vef RHA

Á árunum 2001-2002 var unnin viðamikil rannsókn á áhrifum sameiningar sjö sveitarfélaga á vegum RHA af Grétari Þór Eyþórssyni og Hjalta Jóhannessyni. Gefnar voru út skýrslur um niðurstöður rannsóknarinnar vorið 2002 og í árslok sama árs var gefin út bókin „Sameining sveitarfélaga, áhrif og afleiðingar, rannsókn á sjö sveitarfélögum“.

Fjölþjóðlegur hópur fræðimanna kemur saman á Akureyri

Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) mun standa fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september næstkomandi. Ráðstefnan fer fram á Hótel KEA og í Ketilhúsinu í Grófargili. Á ráðstefnunni munu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, flytja erindi eða kynningar á öðru formi.

Úttekt á jarðgangakostum á Austurlandi

RHA hefur unnið heildarúttekt á jarðgangakostum á Austurlandi fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).  Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar sveitarstjórnarmönnum á þingi SSA á Reyðarfirði 15. september sl. og er óhætt að segja að þær hafi vakið athygli og kveikt líflega umræðu.

Göng undir Hrafnseyrarheiði arðsöm og ný hugsun í vegamálum?

Nú fyrir skömmu gerðu þeir Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingar hjá RHA, víðreist og héldu erindi Fjórðungsþingi Vestfjarða sem haldið var á Patreksfirði. Þar kynntu þeir félagar niðurstöður skýrslu sem unnin var á vegum RHA og sem ber heitið Samanburður vegtenginga á Vestfjörðum - Vestfjarðavegur og Djúpvegur- Samfélagsáhrif og arðsemi.

Eyfirðingar í eina sæng

Í desember síðastliðnum gaf Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) út skýrslu um áhrif sameiningar alls Eyjafjarðar í eitt sveitarfélag. Það var Stýrihópur um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð sem fékk RHA til þessa verks.