Jafnréttisrannsóknir við Háskólann á Akureyri

Í byrjun júní stóðu Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofa  fyrir málþingi um rannsóknir í jafnréttismálum við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með málþinginu var að kynna rannsóknir í jafnréttismálum. Einnig var fundurinn hugsaður sem vettvangur til þess að ræða og kynna það sem er í gangi í þessum málaflokki.

Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi, áfangaskýrsla II

Út er komin skýrslan "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi Rannsóknarrit nr. 5: Áfangaskýrsla II, stöðulýsing í árslok 2007". Þetta er önnur áfangaskýrslan í verkefninu "Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunar á Austurlandi". Verkefnið er unnið samkvæmt þingsályktun frá 11. mars 2003 og hófst vorið 2004. Fjórir aðilar koma að verkefninu, Byggðarannsóknastofnun, Þróunarfélag Austurlands, Byggðastofnun og Iðnaðarráðuneytið. Rannsóknarverkefnið mun standa í sex ár eða frá árinu 2004 til loka ársins 2009. Ritstjóri skýrslunnar er Hjalti Jóhannesson og aðrir höfundar efnis eru Auður Magndís Leiknisdóttir, Enok Jóhannsson, Jón Þorvaldur Heiðarsson, Kjartan Ólafsson, Tryggvi Hallgrímsson, Valtýr Sigurbjarnarson.

Sú skýrsla sem hér liggur fyrir er önnur megin áfangaskýrsla verkefnisins, en áður hafa komið út fjórar skýrslur á vegum þess:

Future challenges for the seafood industry

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Future challenges for the seafood industry

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Strætó milli Akureyrar og nágrannabyggða - ný skýrsla RHA

Út er komin skýrslan ,,Strætó milli Akureyrar og nágrannabyggða”. Skýrslan er unnin fyrir Eyþing og þar er skoðaður grundvöllur fyrir strætóferðum á svæði umhverfis Akureyri sem afmarkast af Siglufirði, Hrafnagili, Grenivík, Húsavík og Reykjahlíð við Mývatn. Höfundur skýrslunnar er Jón Þorvaldur Heiðarsson.

Matvælasetur Háskólans á Akureyri hefur hlotið styrk til fræðsluefnisgerðar

Menningarráð Eyþings úthlutaði í vor verkefnastyrkjum til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings.  Matvælasetrið hlaut styrk til  að gera fiskiveggspjald og einblöðung  sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu  og þann fjölbreytileika sem matarkistan  hafið býður uppá.

RHA- Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri auglýsir eftir sérfræðingi

RHA Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri er öflug rannsóknamiðstöð sem fæst við rannsóknir af ýmsu tagi m.a. á samfélagsmálum í víðum skilningi, byggðamálum, sveitarstjórnarmálum, atvinnumálum, samgöngumálum, stjórnsýslu, nýsköpunarmálum, mati á umhverfisáhrifum auk framkvæmdar kannana og þjónusturannsókna af ýmsu tagi. Vegna aukinna verkefna er auglýst eftir sérfræðingi til rannsókna- og ráðgjafastarfa í fullt starf.

Evrópuverkefninu - Tea for two - lokið

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur lokið vinnu við Evrópuverkefnið Tea for two. Verkefnið hafði það að markmiði að hanna matstæki til að mæla stöðu jafnréttismála í sveitarfélögum.

REKENE - Samnorrænt verkefni um hlutverk þekkingar og menntunar í byggðaþróun

REKENE er samnorrænt rannsóknar- og þróunarverkefni sem byggir á þeirri sýn að áherslur í efnahagsþróun innan ESB og Evrópska efnahagssvæðisins skuli byggja öðru fremur á sviðum þar sem menntunar og þekkingar er krafist og að ný og betri störf skapist á þeim grundvelli. Rannsóknir hafa bent til þess að í vestrænum ríkjum þar sem tekjur eru þegar komnar á hátt stig er frekar efnahagslegra framfara einkum að vænta við frekari nýtingu þekkingar.

Íslenska dæmið í þessari rannsókn er Akureyrarsvæðið. AFE er íslenski aðilinn að verkefninu og mun Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri sjá um rannsóknarhlutann í samvinnu við AFE.

Viðtal um samfélagsbreytingar á Austurlandi

Samfélagsbreytingar á Austurlandi vegna álvers- og virkjanaframkvæmda er vinsælt fréttaefni. Dæmi um slíkt er viðtal við Hjalta Jóhannesson, sérfræðing hjá RHA sem er núverandi verkefnisstjóri rannsóknar á þessum samfélagsbreytingum sem RHA hefur umsjón með. Viðtalið birtist í Fjarðaálsfréttum sem dreift er í öll hús á Austurlandi.

Fjórar rannsóknaskýrslur sem komið hafa út í verkefninu eru aðgengilegar hér á vefnum, sjá útgefnar rannsóknaskýrslur hér.