Mánudaginn 10. apríl næstkomandi verður haldin ráðstefna um vísindagarða á Hótel KEA á Akureyri.
Það er Vaxtarsamningur Eyjafjarðar sem stendur fyrir ráðstefnunni en að henni koma einnig Háskólinn á Akureyri, Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og KEA.
Björk Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur hjá RHA og verkefnisstjóri mennta- og rannsóknaklasa, sá um skipulagningu ráðstefnunnar fyrir hönd Vaxtarsamnings Eyjafjarðar. Þá koma einnig Þekkingarvörður og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að skipulagningu ráðstefnunnar.
Hér má lesa auglýsingu vegna ráðstefnunnar.