Alþjóðleg samvinna er okkur hugleikin og sem hluti af því höfum við átt í góðu samstarfi við Nordregio.
Nordregio er leiðandi samnorræn rannsóknastofnun sem rannsakar svæðisbundna þróun, stefnur og útfærslur. Hún er á forræði norrænu ráðherranefndarinnar með aðsetur í Stokkhólmi. Stofnunin er opinber rannsóknarhluti Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat).
Electric aviation and the effects on the Nordic regions
Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu Electric aviation and the effects on the Nordic regions sem greinir áhrif rafflugs á svæðisbundna þróun á Norðurlöndum. Verkefnið hófst í maí 2022 og er áætlað að því ljúki í desember 2024.
The SUNREM - Sustainable remote Nordic labour markets
Við eigum um þessar mundir í samstarfi við Nordregio í verkefninu SUNREM - Sustainable remote Nordic labour markets. Fjórar rannsóknastofnanir á Norðurlöndunum fengu styrk frá Nordforsk til að rannsaka líklega framtíðarþróun vinnumarkaða á dreifbýlli svæðum Norðurlandanna. Nordregio leiðir verkefnið en aðrir þátttakendur eru FAFO í Noregi og ÅSUB á Álandseyjum. Verkefnið mun standa í fjögur ár og er heildarupphæð styrks tæpar 9 milljónir NOK eða um 130 milljónir íslenskra króna. Verkefnið er unnið samkvæmt rannsóknaráætluninni Future Working Life sem Nordforsk setti á laggirnar og miðaði að því að auka þekkingu og leita lausna í tengslum við framtíðarþróun vinnumarkaða. Rannsóknir verða framkvæmdar á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Álandseyjum. Rannsóknin á Íslandi mun beinast að Húsavík og Dalvík þar sem líklegt er að mikilla áhrifa muni gæta.