Vísindavaka 2011 var haldin í Háskólabíói föstudaginn 23. september s.l.
Þetta árið var RHA við með kynningu á samevrópsku verkefni sem RHA er þátttakandi í. Þar er rannsökuð netnotkun og hugsanlegur netávani 15-16 ára unglinga. RHA sér um íslenska hluta rannsóknarinnar og mun nú í haust leggja könnun fyrir 2.000 unglinga í 9. og 10. bekk nokkurra grunnskóla. Forkönnun var gerð síðastliðið vor á nokkur hundruð unglingum og voru niðurstöður úr þeirri könnun m.a. kynntar ásamt því að kynna verkefnið í heild sinni.
Okkar ísháða veröld - Fyrsta alþjóðaráðstefnan sem fjallaði um Norðurslóðir og Himalayasvæðið
Dagana 3. - 6. september 2011 var haldið í samvinnu við Háskólann á Akureyri sjötta alþjóðlega Rannsóknaþing Norðursins - Northern Research Forum - NRF. Þingið var haldið að Hótel Örk í Hveragerði og bar yfirskriftina Okkar ísháða veröld - Our Ice Dependent World.
RHA er meðal sjö þátttakenda í rannsókn sem fjármögnuð er af Evrópusambandinu og kallast Research on the intensity and prevalence of Internet addictive behaviour risk among minors in Europe (www.eunetadb.med.uao.gr). Rannsóknin mun ná til alls 14.000 unglinga á Spáni, Grikklandi, Rúmeníu, Hollandi, Póllandi og Íslandi. Vorið 2011 framkvæmdi RHA forkönnun (pilot study) til að meta netnotkun, tölvuleikjanotkun, tilfinningar, hugsanir og hegðun 15-16 ára nemenda á Akureyri og í Reykjavík. Núna er verið að undirbúa könnun meðal 2.000 nemenda í 9. og 10. bekk haustið 2011 í skólum víðsvegar á landinu.
Dagana 11. til 13. ágúst var haldin 20. Nordmedia ráðstefnan í Háskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni hittust á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar frá háskólum á Norðurlöndunum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Media and Communiation studies - Doing the right thing?
Þetta var í fjórða skipti sem ráðstefnan frór fram á Íslandi en í hin þrjú skiptin hafði hún farið fram í Reykjavík. RHA og Aktravel sáu sameiginlega um utanumhald vegna ráðstefnunnar.Nýverið kynnti Rannsóknastofa um háskóla að RHA og Miðstöð skólaþróunar HA hlytu styrk til rannsóknar á
félagslegu hlutverki háskóla. Að baki rannsókninni stendur teymi sex fræðimanna frá Háskólanum á Akureyri og
Háskóla Íslands. Rannsóknastofa um háskóla auglýsti í janúar síðastliðnum styrk til rannsóknar á
eftirfarandi viðfangsefnum:
Rannsóknina má rekja til þess að í kjölfarið á hruni íslenska bankakerfisins var kallað eftir ítarlegri endurskoðun og mati
á ýmsum gildum sem samfélagið hefur verið reist á. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var m.a. vikið að
háskólasamfélaginu og gagnrýni á það kom fram. Samþykkti menntamálaráðherra árið 2010 tillögu stjórnar
Rannsóknastofu um háskóla um að fé yrði varið til að vinna að rannsóknum á háskólunum í þessu
samhengi.
Í umsögn verkefnisstjórnar Rannsóknarstofu um háskóla segir að verkefnisumsókn hafi verið ítarlega rökstudd og sterkur rannsóknarhópur standi að baki henni.