Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprotasjóð fyrir skólaárið 2014-2015. Hægt er að sækja um rafrænt á vef Sprotasjóðs frá 13. jan. til 28. febrúar.

www.sprotasjodur.is 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Vésteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8904 eða í tölvupósti á sv@unak.is

RHA vinnur nú að könnun meðal nemenda þriggja opinberra Háskóla

Allir opinberru Háskólar landsins senda nú frá sér sameiginlega könnun til að kanna afstöðu nemenda og útskrifaðra nemenda til námsins við skólana og hvernig það nýtist þeim í lífi og starfi. Könnunin er gerð á vegum samstarfsnets opinberru háskólanna og er kostuð af samstarfinu.
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur tekið að sér að framkvæma könnunina fyrir þrjá skóla þ.e. Háskólann á Akureyri, Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. En Félagsvísindastofnun framkvæmir könnunina meðal nemenda í Háskóla Íslands.  Könnunin er nýr og mikilvægur liður í gæðastarfi háskólanna og mun nýtast þeim við gerð innra mats deilda og sviða. Með því að senda staðlaða könnun á alla nemendur ríkisháskólana er verið að auðvelda samanburð á milli skóla og efla gæðastarf skólanna.


SeGI - Services of General Interest

ESPON verkefninu SeGI - Indicators and Perspectives for Services of General Interest in Territorial Cohesion and Development lauk á síðasta ári. Var RHA meðal 11 stofnana sem þátt tóku í verkefninu og vann Hjalti Jóhannesson einkum að rannsóknum fyrir okkar hönd.