Verkefninu Social Return að ljúka með ráðstefnu 28. september

Í verkefninu er fjallað um það á hvern hátt megi koma þeim aftur inn á vinnumarkað, sem dottið hafa út af honum, t.d. vegna örorku. Verkefnið hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Þátttakendur eru frá Hollandi, Íslandi, Ítalíu, Litháen og Slóveníu. Íslensku þátttakendurnir eru auk RHA Félagsþjónusta Þingeyinga, Framhaldsskólinn á Húsavík og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Dagskrá lokaráðstefnunnar 28. september verður auglýst nánar síðar.

RHA dregur sig út úr verkefni um loftslagsbreytingar

RHA ákvað um síðustu mánaðamót að draga sig út úr undirbúningsverkefni um loftslagsbreytingar á vegum Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Ástæðan voru dræmar undirtektir sveitarfélaga og stofnana við óskum um að taka þátt í verkefninu og leggja því til stuðning.

Samvinna sveitarfélaga í Eyjafirði

Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní síðastliðinn kynntu sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum mánuðum.  Skýrslan fjallar um stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins.

Nýr Kjalvegur: "Mat á samfélagsáhrifum" og "Mat á þjóðhagslegri arðsemi"

Út eru komnar skýrslurnar "Nýr Kjalvegur: Mat á samfélagsáhrifum" og "Nýr Kjalvegur: Mat á þjóðhagslegri arðsemi" sem Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann fyrir Norðurveg ehf.

Opið hús hjá RHA

Laugardaginn 10. febrúar var opið hús í Háskólanum á Akureyri og hjá þeim stofnunum sem tengjast skólanum og bar hátíðin yfirskriftina "Veisla og vísindi í HA". Er þetta fyrsti viðburðurinn af mörgum í tilefni 20 ára afmælis Háskólans á Akureyri. Sólborg og rannsókna- og nýsköpunarhúsið Borgir voru opin almenningi og tók RHA þátt í því.

Áfangaskýrsla um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi

Út er komin áfangaskýrsla í Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Skýrslan var afhent iðnaðar- og viðskiptaráðherra í árslok 2006.

Skíðaferðir til Akureyrar

Í desember kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.

 

Guðmundur og Erla láta af störfum

Frá og með áramótum hafa Erla Þrándardóttir og Guðmundur Ævar Oddsson látið af störfum hjá RHA.

Publication on the “Peripheral localities and innovation policies” (PLIP) project

The Icelandic Emigration Center in Hofsós was uses as an example of a successful innovation project in .

 

 

Ný rannsóknaskýrsla um verkefnið Peripheral localities and innovation policies (PLIP)

Út er komin rannsóknaskýrslan „Peripheral localities and innovation policies: Learning from good practices between the Nordic countries“ á vegum Nordic Innovation Centre. Þrír starfsmenn RHA, Elín Aradóttir (nú starfsmaður Impru), Guðmundur Ævar Oddsson og Hjalti Jóhannesson tóku þátt í þessu rannsóknarverkefni.