Lokaráðstefna Social Return verkefnisins
Dagskrá ráðstefnunnar er hér. Þátttaka er ókeypis en skráning fer fram í tölvupósti til soffia@simey.is
Björk Sigurgeirsdóttir hefur látið af störfum hjá RHA til að taka við starfi verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Austurlands á Egilsstöðum. Við þökkum Björk ánægjulegt samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.
Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur hóf störf hjá RHA í júli síðastliðnum og mun starfa hjá RHA við ýmis verkefni tengd sinni sérgrein, samhliða kennslu við Félagsvísinda og lagadeild HA. Netfang Tryggva er trhall@unak.is og símanúmer. 460-8916
Lára Guðmundsdóttir, B.S. í umhverfisfræði, hóf störf hjá RHA 1. september. Hún mun starfa að ýmsum verkefnum innan RHA, m.a. aðstoð við rannsóknaverkefni og ýmis önnur sérverkefni. Netfang Láru er laragudmunds@unak.is og símanúmer. 460-8908
Þórunn Guðlaugsdóttir, B.S. í líftækni, hóf störf hjá RHA 1. september síðastliðinn. Mun hún starfa að ýmsum verkefnum sem tengjast matvælum meðal annars með tilliti til neyslu og hollustu þeirra. Netfang Þórunnar er thorunng@unak.is og símanúmer. 460-8917
Við bjóðum þau Tryggva, Láru og Þórunni velkomin til starfa hjá RHA.
Rannsóknar- og þróunarmiðstöð háskólans á Akureyri, ásamt Ferðamálasetri Íslands, embætti veiðimálastjóra og félags hreindýraleiðsögumanna vinnur að samnorrænu verkefni um þróun skotveiðitengdrar ferðaþjónustu undir formerkjum efnahagslegrar, félagslegrar og umhverfislegrar sjálfbærni. Verkefnið er styrkt af NPP (e. Northern Periphery Programme) og er forvinnu lokið. Komin er út skýrsla sem tekur saman stöðu skotveiðitengdrar ferðaþjónustu í Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Kanada.
Á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var 4. júní síðastliðinn kynntu sérfræðingar RHA skýrslu sem þeir hafa unnið að fyrir héraðsnefndina á undanförnum mánuðum. Skýrslan fjallar um stöðu samstarfs sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu og þar er að finna tillögur um breytingar á fyrirkomulagi samstarfsins.
Út eru komnar skýrslurnar "Nýr Kjalvegur: Mat á samfélagsáhrifum" og "Nýr Kjalvegur: Mat á þjóðhagslegri arðsemi" sem Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann fyrir Norðurveg ehf.