Fjölþjóðlegur hópur fræðimanna kemur saman á Akureyri
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA) mun standa fyrir fjölþjóðlegri ráðstefnu um byggða- og
svæðaþróunarmál á Akureyri dagana 22.-25. september næstkomandi. Ráðstefnan fer fram á Hótel KEA og í Ketilhúsinu
í Grófargili. Á ráðstefnunni munu yfir 30 þátttakendur, frá sjö þjóðlöndum, flytja erindi eða kynningar á
öðru formi.