RHA í breyttu rannsóknaumhverfi
31.08.2005
Rannsóknaumhverfi háskóla hefur breyst mjög hratt á undanförnum árum. Vægi fastra framlaga til rannsókna hefur minnkað og á móti kemur aukið fjármagn úr samkeppnissjóðum. Opinber stefna stjórnvalda, sbr. yfirlýsingar Vísinda- og tækniráðs, er að draga úr beinum rannsóknaframlögum til háskóla en auka verulega við framlög til samkeppnissjóða Rannís.