Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.
Héraðsráð Eyjafjarðar samdi í lok ágúst við RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að RHA tæki að sér rannsókn á samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði.
Í þessari rannsókn verða greind verkefni sem unnið er að í samvinnu sveitarfélaga í firðinum og lagt mat á árangur verkefna og stjórnskipulags. Í þriðja lagi verður leitað fyrirmynda um annað fyrirkomulag samvinnu bæði innanlands og erlendis. Síðast en ekki síst verða gerðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag samvinnu sveitarfélaga á svæðinu. Haft verður náið samráð við Héraðsráð Eyjafjarðar um vinnslu verkefnisins.
Gert er ráð fyrir að kynnt verði áfangaskýrsla í desember 2006 og að verkefninu verði að fullu lokið í mars 2007. Kynning á
verkefninu mun fara fram á vorfundi Héraðsnefndar Eyjafjarða í maí 2007.