Launakönnun fyrir Kópavogsbæ
03.03.2014
RHA vann launakönnun fyrir Kópavogsbæ þar sem kannað var hvort kynbundin launamunur væri hjá sveitafélaginu. Niðurstaðan er sú að
kynbundinn munur á leiðréttum heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil. Könnunin náði til allra fastráðinna
starfsmanna bæjarins sem voru í að minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra sem starfa hjá bænum.
Bæjarstjórn, bæjarstjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó undanskilið.
Í rannsókninni voru borin saman dagvinnulaun og heildarlaun karla og kvenna en heildarlaun eru dagvinnulaun auk yfirvinnu
og álags. Til að finna út kynbundinn launamun eða óútskýrðan launamun kynjanna var tekið tillit til þátta sem hafa áhrif
á laun, svo sem starfsheiti, lífaldur, vaktavinna, lausar yfirvinnustundir og svið. Nánari upplýsingar má finna hér