ESPON

ESPON logo

ESPON (European Observation Network on Territorial Development and Cohesion) er ein af svæða- eða byggðatengdu aðgerðaáætlunum Evrópusambandsins, Interreg III C-áætlunin sem er fjármögnuð af Byggðaþróunarsjóði ESB og aðildarlöndunum.

Aðild að ESPON eiga öll lönd Evrópusambandsins og lönd sem sótt hafa um aðild að sambandinu auk Noregs, Sviss og Liechtenstein. Ísland varð aðili að ESPON á öðru starfstímabili áætlunarinnar; 2007-2013. Skrifstofa áætlunarinnar í Luxemburg. Yfirstandandi er þriðja tímabil ESPON rannsókna; ESPON 2020.

Einkenni rannsóknaverkefna á vegum ESPON er samanburður milli svæða og framsetning upplýsinga á kortum. Rannsóknastyrkir hafa aðallega verið veittir fjölþjóðlegum rannsóknateymum háskóla og annarra rannsóknastofnana á sviði byggðaþróunar. ESPON-rannsóknir hafa haft áhrif á stefnumótun ESB í byggðamálum.

RHA fyrir hönd Háskólans á Akureyri er með tengilið ESPON á Íslandi – ECP (ESPON contact point) samkvæmt samningi við Byggðastofnun, en stofnunin á fulltrúa í stjórnarnefnd ESPON í umboði samgöngu- og sveitarstjórarráðuneytisins. Hlutverk tengiliðsins er að tengja íslenska og evrópska háskóla og rannsóknastofnanir á sviði byggðarannsókna og aukinheldur þessar stofnanir við ESPON. ECP-tengiliðurinn fyrir Ísland er dr. Grétar Þór Eyþórsson prófessor við Háskólann á Akureyri, (gretar@unak.is).