Rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi - kynning
30.09.2010
Fimmtudaginn 7. október verður kynnt á Reyðarfirði lokaskýrsla rannsóknar á samfélagsáhrifum á Austurlandi.
Verkefnið stóð yfir frá árinu 2004 og eru skýrslur í verkefninu orðar alls níu talsins. Á fundinum munu höfundar
lokaskýrslu rannsóknarinnar gera grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Í rannsókninni hefur verið fylgst með þróun
samfélagsþátta s.s. íbúafjölda, efnahag, vinnumarkaði, húsnæðismarkaði, opinberri grunngerð, sveitarfélögum,
þjónustu, atvinnuháttabreytingum og samfélagi og lífsstíl. Allar skýrslur verkefnisins má finna hér á vefsíðu RHA.