Tveir styrkir féllu í hlut starfsmanna RHA við úthlutun úr Háskólasjóði KEA fyrir árið 2006. Við útlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.
Verkefni RHA sem hlutu styrk eru eftirfarandi og hlutu þau hvort um sig fimm hundruð þúsund krónur:
Ráðstefnurit vegna ráðstefnu NSN á Akureyri, 22.-25. sept. 2005. Umsjónarmaður: Ögmundur Knútsson. Verkefnisstjóri: Elín Aradóttir.
Fjarnám til framtíðar – Netháskóli. Umsjónarmaður: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir.
Mynd: F.h. Ögmundur Knútsson, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir og Elín Aradóttir.