,,Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum – Skoðun á völdum samfélagsþáttum”
28.12.2007
RHA hefur unnið skýrsluna ,,Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum
– Skoðun á völdum samfélagsþáttum” fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga. Í skýrslunni er að finna
grunnskoðun á vinnumarkaðinum á Vestfjörðum og hversu langt hann er frá Hvestu og Söndum. Einnig er fjallað um samgöngur og mögulegar
samgöngubætur, nýtingu húsnæðis, nýtingu grunnskóla og fleira. Jón Þorvaldur Heiðarsson er aðalhöfundur
skýrslunnar en meðhöfundar eru Hjalti Jóhannesson og Kjartan Ólafsson.