,,Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum – Skoðun á völdum samfélagsþáttum”

RHA hefur unnið skýrsluna ,,Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum – Skoðun á völdum samfélagsþáttum” fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga.  Í skýrslunni er að finna grunnskoðun á vinnumarkaðinum á Vestfjörðum og hversu langt hann er frá Hvestu og Söndum. Einnig er fjallað um samgöngur og mögulegar samgöngubætur, nýtingu húsnæðis, nýtingu grunnskóla og fleira.  Jón Þorvaldur Heiðarsson er aðalhöfundur skýrslunnar en meðhöfundar eru Hjalti Jóhannesson og Kjartan Ólafsson.

Samanburður á byggðastefnu Norðurlandanna

Á vegum stofnunarinnar Nordregio er komin út skýrslan Continuity or Transformation? Perspectives on Rural Development in the Nordic Countries sem fjallar um samanburð á byggðastefnu Norðurlandanna. Hér er um að ræða afrakstur af vinnu sem fram fór í tengslum við málþing um þetta efni hjá Nordregio í Stokkhólmi 10. og 11. október 2006. Sérstök áhersla er á þann þátt byggðastefnu sem varðar eiginlegt dreifbýli. Meðal höfunda skýrslunnar er Hjalti jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA sem skrifaði kafla um Ísland. Skýrslan er aðgengileg hér.

Jólakveðja frá starfsfólki RHA

RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Skýrsla um lýðfræðilegar breytingar og búferlaflutninga vinnuafls á Norðurlöndum

Á vegum stofnunarinnar Nordregio er komin út skýrsla um lýðfræðilegar breytingar og búferlaflutninga vinnuafls á Norðurlöndunum. Skýrslan er aðgengileg hér á vef RHA. Meðal höfunda skýrslunnar eru Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur við RHA.