Þátttaka á ICASS ráðstefnu um félagsvísindi á Norðurslóðum
01.07.2011
RHA átti nokkra fulltrúa á nýlokinni ráðstefnu IASSA um félagsvísindi á
Norðurslóðum og tók þátt í skipulagningu ráðstefnunnar. Var hér um að ræða fjölmennustu
vísindaráðstefnu sem haldin hefur verið á Akureyri með tæplega 450 þátttakendum. Sérfræðingar RHA greindu frá nokkrum
rannsóknum sem þeir hafa komið að, s.s. Rannsókn á samfélagsáhrifum stórframkvæmda á Austurlandi (Hjalti Jóhannesson og
Jón Þorvaldur Heiðarsson), samfélagsáhrifum loftslagsbreytinga (Sigrún Sif Jóelsdóttir) og áhrif kreppunnar á starfsfólk
sveitarfélaga (Hjördís Sigursteinsdóttir). Svalt veður ráðstefnudagana kom ekki í veg fyrir það að ráðstefnan
þótti heppnast afar vel í alla staði. Í ljós kom að húsnæði HA hentar afar vel fyrir svona stóra ráðstefnu.