Grein: Samfélagslegt hlutverk háskóla
Greinin fjallar um rannsókn á því á hvern hátt starfsmenn íslenskra háskóla skilja hlutverk háskóla og samfélagslegar starfsskyldur sínar. Það er síðan mátað að fjórum ólíkum hefðum í starfsemi háskóla, þ.e. Newman, Humboldt, Tómas frá Akvínó og Napoleons hefðinni. Spurningalisti var lagður fyrir alla akademíska starfsmenn og sérfræðinga við háskóla á Íslandi. Niðurstöður benda sterklega til þess að grunngildi Humboldt háskólans séu föst í sessi innan íslensks háskólasamfélags.