Þarfagreining vegna menningarhúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg

Nú á dögunum kynntu Valtýr Sigurbjarnarson og Hjalti Jóhannesson, sérfræðingar RHA skýrslu um þarfagreiningu vegna menningarhúsnæðis í Sveitarfélaginu Árborg.  Skýrslan er aðgengileg hér á vefnum.

Vísindavaka Rannís 2008

Gunnhildur Helgadóttir, Hjalti Jóhannesson og Tryggvi Hallgrímsson tóku fyrir hönd RHA þátt í Vísindavöku Rannís föstudaginn 26. september.  Lögð var áhersla á hina miklu breidd sem verkefni RHA spanna.  Einnig voru kynnt sérstaklega verkefnin Tea for Two og Rannsókn á samfélagslegum áhrifum virkjunar og álvers á Austurlandi.  Vísindavakan var að venju fjölsótt og var haft á orði að e.t.v. þyrfti að huga að stærra húsnæði fyrir hana að ári.


Málþing um eldri starfsmenn

Fimmtudaginn 25. september sl. stóð verkefnisstórn Vinnumálastofnunar um 50+ fyrir málþinginu "Eldri starfsmenn - akkur vinnustaða" á Akureyri. Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA og Kjartan Ólafsson, lektor og fyrrverandi sérfræðingur hjá RHA héldu sameiginlegt erindi sem þeir kölluðu “Vinnan skapar manninn -  um einangraða vinnumarkaði og atvinnuháttabreytingar á landsbyggðinni".

RHA – býður nýtt starfsfólk velkomið til starfa

 

Undanfarnar vikur hafa nokkrir nýir starfsmenn bæst í hópinn hjá RHA. Hjá stofnuninni eru nú starfandi  17 manns í 13 stöðugildum og að auki hýsir RHA eina stöðu á vegum iðnaðarráðuneytisins. Þeirri stöðu gegnir Tómas Þór Tómasson og felst það í vinnu við 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.