RHA hefur lengi starfað með og fyrir Rannsóknaþing Norðursins, e. Northern Research Forum (NRF) sem er samstarfsvettvangur Háskólans á Akureyri fyrir málefni norðurslóða.
Markmið NRF er að styðja við samstarf í menntun og rannsóknum og skapa vettvang fyrir alþjóðlega rannsakendur til að tengjast starfi HA
Vísindafélagar NRF mynda öflugt samfélag og eru mikilvægur liður í starfsemi Rannsóknaþingsins. Vísindafélagar NRF vinna að markmiðum Rannsóknaþingsins og efla fræðilegar umræður um málefni norðurslóða.
Sjá nánar á svæði NRF á vef Háskólans á Akureyri hér.