Ísland í þjóðleið

Út er komið ritið „Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands“. Ritið inniheldur ágrip af erindum frá málþinginu „Ísland í þjóðleið“ sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í byrjun síðastliðins sumars þar sem fjallað var um möguleika til að byggja upp hérlendis
umskipunarhafnir til að þjónusta norðurheimskautssiglingar.

 

Út er komið ritið „Ísland í þjóðleið – Siglingar á norðurslóðum og tækifæri Íslands“. Ritið inniheldur ágrip af erindum frá málþinginu „Ísland í þjóðleið“ sem Háskólinn á Akureyri stóð fyrir í byrjun síðastliðins sumars þar sem fjallað var um möguleika til að byggja upp hérlendis
umskipunarhafnir til að þjónusta norðurheimskautssiglingar.

 

Háskólinn á Akureyri gefur út ritið en Mennta- og rannsóknaklasi Vaxtarsamnings Eyjafjarðar á einnig aðild að verkefninu. Ritstjórar eru Þór Jakobsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og Björk Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur hjá RHA og verkefnisstjóri Mennta- og rannsóknaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar.

 

Í ritinu kennir ýmissa grasa og er þar að finna meðan annars að finna erindi eftir Jón Þorvald Heiðarsson, hagfræðing og sérfræðing hjá RHA. Aðrir sem eiga erindi eru Róbert Trausti Árnason, rekstrarfræðingur og ráðgjafi, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, Þór Jakobsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor HÍ, Gísli Viggósson, forstöðumaður Rannsókna- og þróunarsviðs Siglingastofnunar, Soffía Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóri PAME og Björn Gunnarsson, fyrrum deildarforseti auðlindadeildar Háskólans á Akureyri.

 

Föstudaginn 29. september síðastliðinn var Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, afhent fyrsta eintakið af umræddu riti. Ritið er ætlað sem innlegg í vinnu starfshóps sem utanríkisráðherra hefur boðað að verði settur á fót um norðurslóðamál en m.a.er í undirbúningi stór ráðstefna í mars á næsta ári um stefnumið Íslands og forgangsröðun í norðurslóðastarfi.

 

Ritið má nálgast hjá Háskólanum á Akureyri í pappírsformi eða hala niður af vef háskólans.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Björk Sigurgeirsdóttir
verkefnisstjóri mennta- og rannsóknaklasa Vaxtarsamnings Eyjafjarðar
Sími 460 8904