Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

 

Tuttugasta og annan nóvember næstkomandi heldur Nordregio vinnufund sem ber yfirskriftina „Vinnufundur um nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum – Hvernig er hægt að hagnýta Lissabon-áætlunina“. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Nordregio í Stokkhólmi og stendur frá 10:00 til 16:00.

Umræddur vinnufundur er hluti af verkefninu „Regional tilpasset innovationspolitik i Norden“. Markmið verkefnisins er að kanna hvort það sé mögulegt að skilgreina markmiða og stuðnings skemu sem eru nauðsynleg til þess að móta almenna nýsköpunarstefnu fyrir svæði á Norðurlöndunum og svæði utan helstu þéttbýlissvæðanna sérstaklega. Þess má geta að Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólann á Akureyri, er í ráðgjafahópi umrædds verkefnis.

Á vinnufundinum í nóvember verða niðurstöður verkefnisins „ State-of-the-Art-report“ kynntar.

Eftirfarandi spurningar verða lagðar til grundvallar á fundinum:

Hvað vitum við og hvað vitum við ekki um hvernig svæðisbundin nýsköpunarkerfi eru undir áhrifum af national stefnum og áætlunum?
Hvernig hafa markmið Lissabon-áætlunarinnar áhrif á svæðisbundnar nýsköpunarstefnur á Norðurlöndunum?
Er ástæða til þess að móta sérstaka „Norðurlandaaðferð“ við að túlka Lissabon-áætlunina?

Sérstök áhersla verður lögð á að ræða möguleikana á því að móta nýsköpunarstefnu sem tekur mið af sérstökum aðstæðum þeirra svæða sem liggja utan helstu þéttbýlissvæðanna á Norðurlöndunum.

Markhópur vinnufundarins eru embættismenn á Norðurlöndum sem vinna með svæðisbundnar nýsköpunarstefnur á landsvísu.

Endanleg fundaráætlun verður tilbúin um miðjan október.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt eru beðnir um að senda staðfestingu á þátttöku til Riikku Ikonen (riikka.ikonen@nordregio.se) fyrir 31. október

 

Fréttatilkynning á ensku.

 

Fréttatilkynning á sænsku.