Kynning á Rannsóknasjóði og Tækjasjóði Rannís

Föstudaginn 7. september verður kynning á Rannsóknasjóði og Tækjasjóði Rannís hér hjá Háskólanum á Akureyri.

Kynningarfundurinn fer fram í stofu R311 á Borgum kl. 13.15-15.15. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast hér.

Sérfræðingar í rannsóknum og akademískir starfsmenn eru hvattir til að skrá sig á fundinn hjá rannis@rannis.is