RHA ákvað um síðustu mánaðamót að draga sig út úr undirbúningsverkefni um loftslagsbreytingar á vegum
Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins. Ástæðan voru dræmar undirtektir sveitarfélaga og stofnana við óskum um að taka
þátt í verkefninu og leggja því til stuðning.
Verkefnið heitir CLIM-ATIC, Climate Change - Adapting to the Impacts on Communities in Northern Peripheral Regions. Það fjallar um það hvernig samfélög á
norðurslóðum geta aðlagað sig að þeim loftslagsbreytingum eru að eiga sér stað. Þátttakendur í verkefninu eru frá Skotlandi,
Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Sjá nánar
hér.
Undirbúningshópur verkefnisins hér á landi samanstóð af sérfræðingum frá RHA, Landbúnaðarháskóla Íslands, Umís,
Orkusetri og Náttúrufræðistofnun. Það svæði sem þessi hópur hafði áhuga á að skoða í þessu verkefni var
Norðausturland.
Forsendur verkefnisins voru þær að finna mætti samstarfsaðila á sveitarstjórnarstiginu á Norðausturlandi og viðeigandi mótframlag á
svipaðan hátt og gerist í öðrum aðildarlöndum frá opinberum aðilum og stofnunum. Í ljósi dræmra undirtekta við erindi og fyrirspurnir
var það ákvörðun RHA að draga sig út úr verkefninu þrátt fyrir að það sé afar áhugavert og mikilvægt í ljósi
þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað í umhverfinu og afleiðinum þeirra á samfélagið.