Breytingar í starfsmannahópi RHA

Björk Sigurgeirsdóttir hefur látið af störfum hjá RHA til að taka við starfi verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Austurlands á Egilsstöðum. Við þökkum Björk ánægjulegt samstarf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

 

Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur hóf störf hjá RHA í júli síðastliðnum og mun starfa hjá RHA við ýmis verkefni tengd sinni sérgrein, samhliða kennslu við Félagsvísinda og lagadeild HA.  Netfang Tryggva er trhall@unak.is og símanúmer. 460-8916

 

Lára Guðmundsdóttir, B.S. í umhverfisfræði, hóf störf hjá RHA 1. september. Hún mun starfa að ýmsum verkefnum innan RHA, m.a. aðstoð við rannsóknaverkefni og ýmis önnur sérverkefni. Netfang Láru er laragudmunds@unak.is og símanúmer. 460-8908

 

Þórunn Guðlaugsdóttir, B.S. í líftækni, hóf störf hjá RHA 1. september síðastliðinn. Mun hún starfa að ýmsum verkefnum sem tengjast matvælum meðal annars með tilliti til neyslu og hollustu þeirra.  Netfang Þórunnar er thorunng@unak.is og símanúmer. 460-8917

 


Við bjóðum þau Tryggva, Láru og Þórunni velkomin til starfa hjá RHA.