Á dögunum var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir ráðin í stöðu sérfræðings hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri (RHA).
Guðrún er með doktorspróf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Gautaborgarháskóla en rannsókn hennar fjallaði upplýsingaþarfir og upplýsingahegðun fjarnema. Síðast starfaði hún sem stundakennari við Háskóla Íslands. Þar á undan starfaði hún sem stundakennari og aðstoðarmaður sérfræðings hjá Gautaborgarháskóla samhliða framhaldsnámi auk þess sem hún hefur sinnt ýmsum öðrum störfum tengdum bókasafns- og upplýsingamálum.
Ráðning Guðrúnar er til eins árs með möguleika á framlengingu ef verkefnastaða leyfir. Fyrst um sinn verður Guðrún 60% starfi hjá Rannsókna- og alþjóðasviði Háskólans á Akureyri og 40% starfi hjá RHA. Hjá Rannsókna- og alþjóðasviði mun hún leysa af Þórleif S. Björnsson, forstöðumann, sem er á leið í fæðingarorlof. Frá með byrjun júlí næstkomandi verður Guðrún í 100% stöðu hjá RHA.