Future challenges for the seafood industry

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

Þann 12. júní næstkomandi verður ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri um framtíðaráskoranir í sjávarútvegi. Á ráðstefnunni verður framtíð sjávarútvegs rædd frá ýmsum hliðum. Innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði munu þar fjalla um fjölbreytt efni. Til dæmis um framtíðarhorfur þorskstofna í heiminum, fjárfestingarmöguleika í alþjóðlegum sjávarútvegi og um hvað má læra af því sem vel er gert í fiskveiðistjórnun.

 

Sjávarútvegur hefur verið, er og verður væntanlega í framtíðinni okkar mikilvægasta atvinnugrein. Það er vilji hjá Háskólanum á Akureyri að taka virkan þátt í mótun hans og stuðla að jákvæðri ímynd sjávarútvegs í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá á vefsíðunni http://fisheries.unak.is. Á þeirri vefsíðu er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Vinsamlegast hafið samband við Láru Guðmundsdóttur (s. 4608900, laragudmunds@unak.is) varðandi nánari upplýsingar um skráninguna og Hreiðar Þór Valtýsson (8624493, hreidar@unak.is) varðandi almennar upplýsingar.

 

Ráðstefnan verður á ensku