Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA og Helgi Laxdal stjórnarformaður Fiskifélag Íslands undirrituðu í dag, samstarfssamning um verkefni sem ætlað er að miðla fróðleik um hollustu sjávarfangs. Markmið þess er einnig að vekja athygli á sjávarútveginum, þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður RHA og Helgi Laxdal stjórnarformaður Fiskifélag Íslands undirrituðu í dag, samstarfssamning um verkefni sem ætlað er að miðla fróðleik um hollustu sjávarfangs. Markmið þess er einnig að vekja athygli á sjávarútveginum, þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga. Samningurinn felur m.a. í sér útgáfu á fræðsluefni fyrir nemendur og kennara 6. bekkja grunnskólanna í Eyjafirði. Efnið afhendist í tengslum við vettvangsferðir á sjó sem Hollvinasamtök Húna II. standa að í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Skóladeild Akureyrarbæjar með stuðningi frá Saga Capital fjárfestingarbanka. Verkefnisstjóri er Þórunn Guðlaugsdóttir.