Þann 24. ágúst auglýsti ESPON eftir umsóknum um styrki til eftirfarandi rannsóknarþema (Targeted analysis):
a) ADES - Airports as Drivers of Economic Success in Peripheral Regions. (300.000 evrur)
b) AMCER - Advanced Monitoring and Coordination of EU R&D Policies at Regional Level. (350.000 evrur)
Sjá nánar hér.
Umsóknarfrestur er 19 október 2010.
Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA. Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Einnig eru veitt verðlaun vegna námsárangurs til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði.
Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.
Úthlutun námsstyrkja og verðlaun vegna námsárangurs voru samtals 7 og til úthlutunar voru rúmlega 1,1 milljón króna.
Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 29 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 23 milljónir.
Tólf styrkir voru veittir en alls komu rúmar 4,2 milljónir til úthlutunar.