Í júní síðastliðnum tóku starfandi sérfræðingar hjá RHA þátt í 5. ráðstefnu um hnattræna heilsu
og bólusetningar (Conference on Global health and Vaccination) sem skipulögð var af
Norwegian Research Council,
Norwegian Forum for Global Health Research og
Háskólann í
Tromsö.
Fram til þessa hefur umfjöllun um fyrirbyggjandi aðgerðir í tengslum við hnattrænar loftlagsbreytingar beinst að umhverfi en loftlagsbreytingar munu einnig
hafa umtalsverð áhrif á heilsu og lífsgæði manna. Eitt af meginmarkmiðum ráðstefnunnar var að finna leiðir til að
útvíkka það vísindalega samstarf sem þegar er til og mynda ný tengsl í þeim tilgangi að afla nauðsynlegrar þekkingar um
áhrif loftlagsbreytingar á heilsu manna fyrir stefnumótunaraðila.