Rannsóknaþing Norðursins - Okkar ísháða veröld

Okkar ísháða veröld - Fyrsta alþjóðaráðstefnan sem fjallaði um Norðurslóðir og Himalayasvæðið

Dagana 3. - 6. september 2011 var haldið í samvinnu við Háskólann á Akureyri sjötta alþjóðlega Rannsóknaþing Norðursins - Northern Research Forum - NRF. Þingið var haldið að Hótel Örk í Hveragerði og bar yfirskriftina Okkar ísháða veröld - Our Ice Dependent World.

Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Út er komin skýrslan Könnun á sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.  Skýrslan er unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).  Í skýslunni er greint frá helstu niðurstöðum viðhorfskönnunar meðal íbúa sveitarfélaganna innan SSNV ásamt íbúum Bæjarhrepps um afstöðu þeirra til hugsanlegrar sameiningar og upplifun á þjónustu sveitarfélaganna.  Skýrslan var kynnt á aðalfundi SSNV að Reykjum í Hrútafirði þann 26. ágúst sl.  Skýrsluna er hægt að nálgast hér.

Evrópsk rannsókn á netnotkun unglinga

RHA er meðal sjö þátttakenda í rannsókn sem fjármögnuð er af Evrópusambandinu og kallast Research on the intensity and prevalence of Internet addictive behaviour risk among minors in Europe  (www.eunetadb.med.uao.gr). Rannsóknin mun ná til alls 14.000 unglinga á Spáni, Grikklandi, Rúmeníu, Hollandi, Póllandi og Íslandi. Vorið 2011 framkvæmdi RHA forkönnun (pilot study) til að meta netnotkun, tölvuleikjanotkun, tilfinningar, hugsanir og hegðun 15-16 ára nemenda á Akureyri og í Reykjavík. Núna er verið að undirbúa könnun meðal 2.000 nemenda í 9. og 10. bekk haustið 2011 í skólum víðsvegar á landinu.

20. Nordmedia ráðstefnan haldin við HA

Dagana 11. til 13. ágúst var haldin 20. Nordmedia ráðstefnan í Háskólanum á Akureyri. Á ráðstefnunni hittust á þriðja hundrað fjölmiðlafræðingar frá háskólum á Norðurlöndunum. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Media and Communiation studies - Doing the right thing?

Þetta var í fjórða skipti sem ráðstefnan frór fram á Íslandi en í hin þrjú skiptin hafði hún farið fram í Reykjavík. RHA og Aktravel sáu sameiginlega um utanumhald vegna ráðstefnunnar.

Þátttaka á ICASS ráðstefnu um félagsvísindi á Norðurslóðum

RHA átti nokkra fulltrúa á nýlokinni ráðstefnu IASSA um félagsvísindi á Norðurslóðum og tók þátt í skipulagningu ráðstefnunnar. Var hér um að ræða fjölmennustu vísindaráðstefnu sem haldin hefur verið á Akureyri með tæplega 450 þátttakendum. Sérfræðingar RHA greindu frá nokkrum rannsóknum sem þeir hafa komið að, s.s. Rannsókn á samfélagsáhrifum stórframkvæmda á Austurlandi (Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson), samfélagsáhrifum loftslagsbreytinga (Sigrún Sif Jóelsdóttir) og áhrif kreppunnar á starfsfólk sveitarfélaga (Hjördís Sigursteinsdóttir). Svalt veður ráðstefnudagana kom ekki í veg fyrir það að ráðstefnan þótti heppnast afar vel í alla staði. Í ljós kom að húsnæði HA hentar afar vel fyrir svona stóra ráðstefnu.

RHA og Miðstöð skólaþróunar við HA hljóta styrk vegna rannsóknar á samfélagslegu hlutverki háskóla

Nýverið kynnti Rannsóknastofa um háskóla að RHA og Miðstöð skólaþróunar HA hlytu styrk til rannsóknar á félagslegu hlutverki háskóla. Að baki rannsókninni stendur teymi sex fræðimanna frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Rannsóknastofa um háskóla auglýsti í janúar síðastliðnum styrk til rannsóknar á eftirfarandi viðfangsefnum:

  1. Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar og sérfræðingar starfsskyldur sínar og fagmennsku?
  2. Hvernig skilja íslenskir háskólakennarar samfélag sitt og samfélagslegar skyldur?

Rannsóknina má rekja til þess að í kjölfarið á hruni íslenska bankakerfisins var kallað eftir ítarlegri endurskoðun og mati á ýmsum gildum sem samfélagið hefur verið reist á. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var m.a. vikið að háskólasamfélaginu og gagnrýni á það kom fram. Samþykkti menntamálaráðherra árið 2010 tillögu stjórnar Rannsóknastofu um háskóla um að fé yrði varið til að vinna að rannsóknum á háskólunum í þessu samhengi.

Í umsögn verkefnisstjórnar Rannsóknarstofu um háskóla segir að verkefnisumsókn hafi verið ítarlega rökstudd og sterkur rannsóknarhópur standi að baki henni.

 

Styrkir úr Sprotasjóði

RHA er umsýsluaðili sjóðsins sem er á vegum menntamálaráðuneytisins en ráðuneytið auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Námskeið í gerð umsókna í 7. rannsóknaáætlun ESB

RHA hélt námskeið í gerð umsókna í 7. rannsóknaáætlun ESB fyrir starfsfólk Háskólans 15. mars síðastliðinn. Kennari var Dr. Sigurður Bogason hjá fyrirtækinu MarkMar sem hefur sérhæft sig í umsýslu með ESB-verkefnum. Háskólakennarar og sérfræðingar af flestum fræðasviðum sóttu námskeiðið sem var afar hagnýtt. Fengu þeir þar góða innsýn í umsóknarferlið og góð ráð um hvernig rétt er að bera sig að við umsóknir. RHA vill hvetja áhugasama til þess að heimsækja heimasíðu 7. rannsóknaáætlunarinnar hjá Rannís þar sem nánari upplýsingar eru í boði og leita fyrir sér um áhugaverð rannsóknaverkefni og mögulega samstarfsaðila til að mynda með rannsóknateymi.

Kynning á samfélagsáhrifum á Austurlandi í sjónvarpinu

í þættinum Nýsköpun - íslensk vísindi mánudaginn 21. febrúar s.l. var m.a. fjallað um rannsókn á samfélagsáhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi sem RHA vann að á árabilinu 2004-2010. Greindi Hjalti Jóhannesson, verkefnisstjóri rannsóknarinnar þar frá helstu niðustöðum hennar í viðtali við Ara Trausta Guðmundsson.

Skýrsla RHA kynnt á fjölmennum fundi um fiskveiðistjórnunarkerfið 1. febrúar

Meðal frummælenda á fundinum sem haldinn var í menningarhúsinu Hofi á Akureyri var Stefán Gunnlaugsson, lektor við Viðskiptadeild HA. Kynnti hann þar niðurstöðu skýrslu RHA Áhrif innköllunar aflaheimilda á stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Skýsluna vann hann ásamt Jón Þorvaldi Heiðarssyni, lektor við Viðskiptadeild og sérfræðingi við RHA og Ögmundi H. Knútssyni, dósent við Viðskiptadeild. Var fundinn afar fjölmennur og umræður líflegar um málefnið eins og nærri má geta.