Vísindavaka 2011 var haldin í Háskólabíói föstudaginn 23. september s.l.
Þetta árið var RHA við með kynningu á samevrópsku verkefni sem RHA er þátttakandi í. Þar er rannsökuð netnotkun og hugsanlegur netávani 15-16 ára unglinga. RHA sér um íslenska hluta rannsóknarinnar og mun nú í haust leggja könnun fyrir 2.000 unglinga í 9. og 10. bekk nokkurra grunnskóla. Forkönnun var gerð síðastliðið vor á nokkur hundruð unglingum og voru niðurstöður úr þeirri könnun m.a. kynntar ásamt því að kynna verkefnið í heild sinni.