Eva Halapi (t.h.) á tali við gest á Vísindavöku
Síðastliðinn föstudag, 28. september kynntu Eva Halapi og Gunnhildur Helgadóttir starfsemi RHA á Vísindavöku Rannís í Reykjavík.
Lögðu þær áherslu á að kynna þar stóra Evrópurannsókn
EU-NET ADB sem fjallar um netávana 15-16 ára ungmenna.
Vakti verkefnið mikinn áhuga barna og fullorðinna. Þetta málefni brennur mjög á fólki um þessar mundir en óhófleg internetnotkun er
meðal annars talin hafa letjandi áhrif á árangur í námi, raska fjölskyldutengslum og tilfinningalífi ungmenna. Enn fremur er óhófleg
notkun á neti talin tengjast þunglyndi, slökum félagstengslum og aukinni einmanakennd og þá sérlega meðal ungs fólks. Plakatið sem
sjá má
hér dregur fram helstu niðurstöður verkefnisins sem byggir á
könnunum sem lagðar voru fyrir í grunnskólum og viðtölum við þann hluta unglinganna sem nota netið mjög mikið. Var brugðið á leik
og sýnd með táknrænum hætti
beinabrind í tölvuleik.