Þann 12. október síðastliðinn stóð Byggðastofnun fyrir ráðstefnu um ESPON-byggðarannsóknir en aðilar að þeim eru ESB og
EFTA löndin. Ísland hóf þó þátttöku sína síðar en önnur EFTA lönd eða í upphafi árs 2008. RHA er
sú íslenska rannsóknastofnun sem hefur mesta reynslu af þátttöku í slíkum rannsóknum og má þar nefna
þátttöku okkar í Territorial Impacts of European Fisheries Policy, SeGI og NORBA. Hjalti Jóhannesson var meðal þeirra sem héldu erindi á
ráðstefnunni og sagði hann frá reynslu RHA af þátttöku í þessu rannsóknastarfi. Sjá nánar um ráðstefnuna og erindi
sem þar voru flutt á
heimasíðu Byggðastofnunar.