KITCASP: Key Indicators for Territorial Cohesion and Spatial Planning er nýtt rannsóknarverkefni sem RHA tekur þátt í ásamt aðilum frá
fjórum evrópskum háskólum. Verður þetta verkefni unnið á árunum 2012-2013.
Háskólarnir fjórir sem unnið verður með eru National University of Ireland (lead partner), London Southbank University, Technical University of Catalonia og Vidzeme
University of Applied Sciences í Lettlandi. Verkefnið er svokallað Argeted analysis og er unnið með hagsmunaaðilum í hversju þessara landi, og er það
Skipulagsstofnun í tilviki Íslands. Markmið verkefnisins í stórum dráttum er að kanna notkun og tilvist ýmissa upplýsinga sem notaðar eru
við skipulagsgerð á landshluta- eða landsvísu í löndunum fimm ásamt því að kanna á svipaðan hátt notkun gagna sem
safnað hefur verið í ESPON-rannsóknum. Í íslenska dæminu verður sjónum beint tilvist og notkun gagna í tengslum við
landsskipulagsáætlun, byggðaáætlun og Ísland 2020 og landshlutaáætlanir hennar.