Í skýrslu sem Þóroddur Bjarnason, prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor sömdu er fjallað um samanburð á sköttum sem
greiddir eru í norðausturkjördæmi og þeim tekjum ríkisins sem varið er á sama svæði skv. fjárlögum 2011. Var þetta einnig
greint eftir gömlu kjördæmunum; Norðurlandi eystra og Austurlandi. Fram kom að tekjur ríkisins áætlaðar 52,5 milljarðar á árinu 2011.
Tekjur frá Norðurlandi eystra voru 6 milljörðum undir meðaltali landsins en tekjur frá Austurlandi 0,5 milljörðum yfir meðaltalinu. Á
Norðurlandi eystra er helst um lægri tekjuskatt, trygginga- og atvinnutryggingagjöld og fjármagnstekjuskatt að ræða. Nokkrir starfsmenn RHA unnu að
gagnaöflun fyrir verkið. Hér má nálgast
skýrsluna í heild og
stytta útgáfu