Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar

Út er komin skýrslan ,,Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar, fjórir mögulegir staðir" sem var unnin á RHA.
Nokkuð hefur verið rætt um opnun Íshafsins fyrir siglingar og hvaða áhrif það muni hafa fyrir Ísland.  Utanríkisráðuneytið gaf til að mynda út skýrsluna ,,Fyrir stafni haf" um málefnið. 

 

Einnig var haldin vegleg ráðstefna á Íslandi um málið í mars árið 2007.  Finna má alla fyrirlestrana á vefslóðinni
http://arcticportal.org/webcast/recorded-webcasting/archived-webcasts/conferences/breaking-the-ice

 

Í þessari skýrslu er farið lengra í pælingum um umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar.  Fjórir staðir eru skoðaðir í þeim efnum:  Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður.  Ekki var ætlunin að kveða upp dóm hver staðanna væri bestur heldur reyna að varpa ljósi á kosti þeirra og galla.

 

Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur á RHA vann skýrsluna.  Rannsóknin var styrkt af utanríkisráðuneytinu.

Út er komin skýrslan ,,Umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar, fjórir mögulegir staðir" sem var unnin á RHA.
Nokkuð hefur verið rætt um opnun Íshafsins fyrir siglingar og hvaða áhrif það muni hafa fyrir Ísland.  Utanríkisráðuneytið gaf til að mynda út skýrsluna ,,Fyrir stafni haf" um málefnið. 

 

Einnig var haldin vegleg ráðstefna á Íslandi um málið í mars árið 2007.  Finna má alla fyrirlestrana á vefslóðinni
http://arcticportal.org/webcast/recorded-webcasting/archived-webcasts/conferences/breaking-the-ice

 

Í þessari skýrslu er farið lengra í pælingum um umskipunarhöfn á Íslandi fyrir Íshafssiglingar.  Fjórir staðir eru skoðaðir í þeim efnum:  Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður.  Ekki var ætlunin að kveða upp dóm hver staðanna væri bestur heldur reyna að varpa ljósi á kosti þeirra og galla.

 

Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur á RHA vann skýrsluna.  Rannsóknin var styrkt af utanríkisráðuneytinu.

 

Ákaflega líklegt er að Norður-Íshafið opnist fyrir sérhæfðum siglingum á komandi áratugum.  Margar siglingaleiðir á milli Austur-Asíu og Norður-Evrópu eru mun styttri um Íshafið svo munar jafnvel 7.000km.  Miklir flutningar eru á milli þessara svæða sem nemur þúsundum gáma á dag í aðra áttina (frá Asíu) og eykst hratt.


Margt bendir til að hagkvæmast sé að sigla með mjög stórum skipum, risaskipum um Íshafið sem einungis komi við í tveimur höfnum, annarri Atlantshafsmegin og hinni Kyrrahafsmegin.  Umskipunarhöfn fyrir Íshafssiglingar gæti verið staðsett á Íslandi.  Dýpi þarf að vera mikið í slíkri höfn til að geta tekið á móti risaskipunum.  Líklega er óskynsamlegt að miða við minna en 27-30m dýpi.


Ef krafan verður að þessi skip verði ekki knúin olíu né kjarnorku heldur t.d. vetni gerir það staðsetningu umskipunarhafnar enn betri á Íslandi.
Í þessari skýrslu eru fjórir staðir skoðaðir sem staðsetning fyrir umskipunarhöfn:  Eyjafjörður, Reyðarfjörður, Hvalfjörður og Dýrafjörður.


Viðkoma í umskipunarhöfn lengir leið gáms.  Ef áfangastaðurinn er Rotterdam lengir viðkoma í Reyðarfirði leiðina minnst af kostunum fjórum eða um 830km.  Næst kemur Eyjafjörður með 1.260km.  Ef áfangastaðurinn er N-Ameríka lengir viðkoma í Dýrafirði leiðina minnst eða einungis um 110km, næst kemur Eyjafjörður með 290km.


Dýpi er mikið og gott í Eyjafirði og Reyðarfirði en gæti verið of lítið í Hvalfirði og Dýrafirði.  Landrými er mest í Eyjafirði og Hvalfirði en minnst í Reyðarfirði.  Mest skjól fyrir úthafsöldu er í Eyjafirði og Reyðarfirði.  Meðalvindhraði í algengustu áttum er mun minni í Reyðarfirði og Dýrafirði en í Eyjafirði og Hvalfirði.


Aðgangur að vinnuafli er bestur í Eyjafirði sé miðað við þann vinnumarkað sem er inna við 30 mínútna aksturstíma fá höfninni.  Aðgangur að þjónustu er bestur í Hvalfirði og Eyjafirði.


Sem áhrifavaldur á byggðaþróun er umskipunarhöfn líklega mikilvægust fyrir Dýrafjörð og Vestfirði en minnst mikilvæg fyrir Hvalfjörð og Suðvesturhornið.