Þetta er í áttunda sinn sem úthlutað er úr Háskólasjóði KEA. Samkvæmt samkomulagi sem KEA og Háskólinn á Akureyri gerðu með sér eru veittir námsstyrkir, styrkir til rannsókna, búnaðarkaupa og sérverkefna. Einnig eru veitt verðlaun vegna námsárangurs til nemenda á hug- og félagsvísindasviði, heilbrigðisvísindasviði og viðskipta- og raunvísindasviði.
Við úthlutun er almennt horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, þar sem verkefni fela í sér ný eða aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk og eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.
Úthlutun námsstyrkja og verðlaun vegna námsárangurs voru samtals 7 og til úthlutunar voru rúmlega 1,1 milljón króna.
Umsóknir í flokki rannsókna, til búnaðarkaupa og sérverkefna voru 29 talsins og upphæðin sem sótt var um rúmar 23 milljónir.
Tólf styrkir voru veittir en alls komu rúmar 4,2 milljónir til úthlutunar.
Ákveðið hefur verið að loka afgreiðslu RHA í fjórar vikur í sumar líkt og aðalskrifstofu háskólans. Lokunin gildir frá og með 5. júlí og þar til þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi, þann 3. ágúst.
Með bestu kveðjum,
Starfsfólk RHA
RHA's office will be closed due to summer vacations from 5 July until 3 August.
Best regards,
RHA's staff
RHA - Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað ítarlegri skýrslu um afleiðingar þess fyrir fjárhag sjávarútvegsfyrirtækja ef aflaheimildir yrðu innkallaðar í áföngum til endurúthlutunar, eins og samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir. Skýrslan var unnin fyrir starfshóp sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaðir til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar.
Skýrsluna er hægt að nálgast hér
Frá og með 3. maí er opið fyrir verkefnatillögum og áhugayfirlýsingum um verkefni vegna fimm næstu verkefnaflokka byggðarannsókna. Skilafrestur fyrir tillögur og áhugayfirlýsingar er til 28. Júní 2010. Heildarupphæð til ráðstöfunar verður € 5.900.000.
Miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.00 – 16.15 verður opinn fundur í húsnæði Háskólans á Akureyri, stofu L201 Sólborg. Tilefnið er að fara yfir niðurstöður þeirra þjóðfunda sem haldnir hafa verið í öllum landshlutum.
Fundur um samgöngumál haldinn í Háskólanum á Akureyri - Borgum v/Norðurslóð, 3ju hæð stofu R316 föstudaginn 19. mars kl. 13:00 - 16:00.
Með erindi á fundinum verða sérfræðingar Háskólans á Akureyri, Háskólans í Reykjavík og frá Samtökum verslunar og þjónustu.
Dagskrá fundarins má nálgast hér.