Málþing um bættar samgöngur - Hvað er í veginum?

Föstudaginn 19. mars var haldið málþing í Háskólanum á Akureyri um bættar samgöngur og var RHA einn aðstandenda þess. Fjallað var um viðfangsefnið út frá margvíslegum sjónarhóli og spunnuð ágætar umræður um það.


Signý Sigurðardóttir, forstöðumaður flutningasviðs Samtaka verslunar og þjónustu fjallaði um bættar samgöngur út frá hagsmunum heildarinnar, hér er fyrirlestur hennar. Þá fjallaði Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík um lagaramma skipulagsmála og kallaði hún erindi sittHver ræður för? Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor og sérfræðingur hjá RHA fjallaði um hvernig og hvenær best væri að haga vegaframkvæmdum miðað við hagsveiflur. Hjalti Jóhannesson fjallaði um samfélagsáhrif af styttingu í fyrirlestri sem hann kallaði Eins dauði er annars brauð? Að lokum fjölluðu Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við HA og Vífill Karlsson dósent við HA um samgöngubætur og stækkun höfuðborgarsvæðisins.


Fundarstjóri (t.v.) var Björn Valur Gíslason, formaður samgöngunefndar Alþingis