Opið hús hjá RHA

Laugardaginn 10. febrúar var opið hús í Háskólanum á Akureyri og hjá þeim stofnunum sem tengjast skólanum og bar hátíðin yfirskriftina "Veisla og vísindi í HA". Er þetta fyrsti viðburðurinn af mörgum í tilefni 20 ára afmælis Háskólans á Akureyri. Sólborg og rannsókna- og nýsköpunarhúsið Borgir voru opin almenningi og tók RHA þátt í því.

Áfangaskýrsla um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi

Út er komin áfangaskýrsla í Rannsókn á samfélagslegum áhrifum álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi. Skýrslan var afhent iðnaðar- og viðskiptaráðherra í árslok 2006.

Skíðaferðir til Akureyrar

Í desember kom út skýrsla þróunarverkefnisins, Skíðaferðir til Akureyrar, sem að Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann fyrir Ferðaþjónustuklasa Vaxtasamnings Eyjafjarðar.

 

Guðmundur og Erla láta af störfum

Frá og með áramótum hafa Erla Þrándardóttir og Guðmundur Ævar Oddsson látið af störfum hjá RHA.

Publication on the “Peripheral localities and innovation policies” (PLIP) project

The Icelandic Emigration Center in Hofsós was uses as an example of a successful innovation project in .