Göng undir Hrafnseyrarheiði arðsöm og ný hugsun í vegamálum?
Nú fyrir skömmu gerðu þeir Hjalti Jóhannesson og Jón Þorvaldur Heiðarsson, sérfræðingar hjá RHA, víðreist og héldu erindi Fjórðungsþingi Vestfjarða sem haldið var á Patreksfirði. Þar kynntu þeir félagar niðurstöður skýrslu sem unnin var á vegum RHA og sem ber heitið Samanburður vegtenginga á Vestfjörðum - Vestfjarðavegur og Djúpvegur- Samfélagsáhrif og arðsemi.