Vinnubúðir um sjávarútvegsmálefni

Dagana 11. og 12. október n.k. mun Háskólinn á Akureyri og SINTEF í Noregi standa fyrir lokuðum vinnubúðum (workshop) fyrir norræna fræðimenn um sjávarútvegsmálefni.

 

Tvö megin þemu verða í vinnubúðunum þ.e. sjálfbærar fiskveiðar (Sustainable Fishery) annars vegar og verðmætasköpun og nýsköpun hins vegar (Value Creation and Innovation). Þátttakendur í vinnubúðunum koma frá Norðurlöndunum og áætlað er að þeir verði um 25-40 talsins. Vinnubúðir sem þessar eru hugsaðar sem vettvangur aðila sem vinna að rannsóknum á sviði sjávarútvegs og hagsmunaaðila þeirra til að efla tengsl og samstarf. Ljóst er að slíkar vinnubúðir eru mikill fengur fyrir þá aðila sem koma að þeim. Slíkt mun styrkja tengslanet íslenskra fræðimanna á þessu sviði og styrkja rannsóknir tengdar sjávarútvegi.

 

Dagskrá ráðstefnu