Tímasetning: 22. maí 2015 kl. 14.00 – 16.15
Staðsetning: Stofu M101 í Sólborg við Norðurslóð
Fundarstjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður RHA
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Á málstofunni verða teknar saman helstu niðurstöður könnunar sem framkvæmd var að frumkvæði RHA í október og nóvember síðastliðnum. Spurt var að stöðu þjónustu, vinnumarkaðar og samfélagsþróunar í sveitarfélögum á áhrifasvæði Vaðlaheiðarganga. Einnig var spurt að viðhorfum til núverandi samgangna og væntingum til Vaðlaheiðarganga, hverju þau muni helst breyta fyrir svarendur og á hvern hátt þeir búist við að nýta þessa samgöngubót í sínu daglega lífi. Margar áhugaverðar niðurstöður komu fram og munur á viðhorfum karla og kvenna, svo og eftir því hvort svarendur eru búsettir austan eða vestan Vaðlaheiðar.
Allir velkomnir
|
|
|
Skýrslu má finna hér |