Á Byggðaráðstefnunni 2016 sem haldin var á Breiðsdalsvík 14.-15. september síðastliðinn fluttu tveir starfsmenn RHA erindi. Þótti ráðstefnan takast mjög vel og sóttu hana um 120 manns.
- Arnar Þór Jóhannesson flutti erindi sem hann kallaði "Viðhorf til ferðaþjónustu: Ólíkir staðir - ólík sýn". Fjallaði það um rannsókn sem hann vann ásamt Rannsóknamiðstöð ferðamála fyrir tilstyrk Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Varðar það viðhorf heimamanna í Hornafirði, á Siglufirði og í Skútustaðahreppi til ferðamanna en þetta eru allt miklir ferðamannastaðir sem kunnugt er.
- Hjalti Jóhannesson flutti erindi sem hann kallaði "Stóriðja á Austurlandi og lýðfræðileg þróun á rekstrartíma". Er þar um að ræða hluta niðurstaðna sem úttektar sem unnin er fyrir tilstyrk Arctic Cooperation Fund og sem hefur einnig skírskotun til umfangsmikils rannsóknarverkefnis sem RHA vann 2004-2010 á uppbyggingartíma stóriðjunnar. Sjá fréttir um verkefnið hér og hér.