RHA fékk þær gleðilegu fréttir í gær að Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefði ákveðið að styrkja verkefnið Áhrif fjarvinnu á vegakerfið. Verkefnið snýr að því að rannsaka hvort aukning hafi orðið í fjarvinnu í kjölfar Covid-19 faraldursins meðal íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins (t.d. Selfoss, Hveragerðis, Akraness og Suðurnesja) sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið, og meðal íbúa nærsveita Akureyrarbæjar sem sækja vinnu á Akureyri. Þá verða skoðuð hver möguleg áhrif þess eru á vegakerfið. Einnig verður kannað hvort aukning hafi orðið í rafbílaeign hjá þessum hópi.
Sæunn Gísladóttir, sérfræðingur hjá RHA, leiddi umsóknina og mun framkvæma rannsóknina sem verkefnisstjóri.
Umsóknir um tilraunafé 2023 voru 124 talsins en 78 verkefni voru styrkt. Sótt var um samtals 365,4 milljónir en sjóðurinn hafði hins vegar 150 milljónir til ráðstöfunar.
Samþykktar umsóknir frá háskólum voru 24 fyrir samtals 40,2 milljónir króna.
Nánar má lesa um úthlutunina hér.