Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur lokið við gerð skýrslu um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar.
Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri hefur lokið við gerð skýrslu um sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar.
Í skýrslunni er að finna lýsingu á stöðu ýmissa þátta í þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaganna auk þess sem þar er að finna tillögur og ábendingar um fyrirkomulag þessara þátta eftir sameiningu verði af henni. Að gerð skýrslunnar unnu Hjalti Jóhannesson, Valtýr Sigurbjarnarson og dr. Ögmundur Knútsson. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna 28. janúar næstkomandi. Skýrsluna er að finna hér og á heimasíðum sveitarfélaganna.
Skýrsluna má lesa hér.