Komin er út skýrsla RHA um samfélagslega þýðingu sauðfjárbúskapar og var hún kynnt formlega á ársfundi Landssamtaka sauðfjárbænda 26. mars síðastliðinn. Það hefur að mati RHA verið áhugavert að takast á við þetta verkefni og hefur það fallið ágætlega að þeim áherslum sem stofnunin hefur haft í sínum rannsóknum á undanförnum árum. Það er von okkar að skýrslan verði þarf innlegg í umræðuna um þennan málaflokk og byggðina í dreifbýli. Skýrsluna má sjá hér.