Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur RHA kom að stóru átaki um sameiningu sveitarfélaga árið 1993 og vann lengi á sveitarstjórnarstiginu. Hann tjáði sig í morgunútvarpi Rásar eitt um sameiningarhugmyndir Samtaka atvinnulífins sem komu nýverið fram og ganga í stórum dráttum út á að breyta starfssvæðum landshlutasamtaka sveitarfélaga í ný sveitarfélög. Hér má hlusta á spjall hans við Rögnvald Má Helgason þáttagerðarmann um málið.